Innlent

Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lonely Planet telur Siglufjörð einn af fjölmörgum hápunktum Norðurstrandaleiðarinnar.
Lonely Planet telur Siglufjörð einn af fjölmörgum hápunktum Norðurstrandaleiðarinnar. Getty/ Daniel Bosma

Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið.

Norðurstrandaleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Áætlað er að Norðurstrandaleiðin opni þann 8. júní næstkomandi.

Sjá einnig: 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika

Sem fyrr segir heillaðist ferðabókaframleiðandinn að áfangastaðnum og hefur hann meðal annars birt ítarlega færslu um Norðurstrandaleiðina á vefsíðu sinni. 
 

Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.

Á nýbirtum lista Lonely Planet yfir þá staði í Evrópu sem ferðamenn ættu að líta til í ár fylgir leiðin fast á eftir Tatras-fjallgarðinum í austurhluta Slóvaíku og Madrídar á Spáni.

Fjallgarðurinn þykir fallegt útivistarsvæði, þar sem sjá má fossa og birni, en spænska höfuðborgin er sögð heillandi vegna áherslu sinnar á sjálfbærni, hjólastíga, breiðar gangstéttar og aðra umhverfisvæna ferðamáta.

Tíu bestu áfangastaðirnir í Evrópu, að mati Lonely Planet, eru eftirfarandi:

Tatras-fjöll
Madríd
Norðurstrandaleiðin
Hersegóvína
Barí á Ítalíu
Hjaltlandseyjar
Lyon í Frakklandi
Liechstenstein
Vevey í Sviss 
Istria í Króatíu


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.