Fótbolti

PSG segir að Kylian Mbappe verði áfram í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe er með samning til 2023 og er ekki á förum frá PSG.
Kylian Mbappe er með samning til 2023 og er ekki á förum frá PSG. Getty/Catherine Steenkeste

Kylian Mbappe og Paris Saint-Germain munu halda sögu sinni áfram á næsta tímabili samkvæmt fréttum úr herbúðum frönsku meistarana.

Kylian Mbappe átti magnað tímabil með PSG og var á sunnudaginn valinn besti leikmaður frönsku deildarinnar á þessari leiktíð.

Hinn tvítugi Kylian Mbappe er fyrir löngu kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims en hann hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.

Það mátti lesa á milli línanna í ræðu Kylian Mbappe að hann væri mögulega á förum frá PSG í sumar. Hann vildi ekki sjálfur skýra þau orð frekar eftir ræðuna.Paris Saint-Germain ákvað því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að mjög sterk tengsl séu á milli félagsins og Kylian Mbappe.

Kylian Mbappe er með samning til ársins 2023 og að hann sé ekki á förum.

PSG keypti hann frá Mónakó fyrir 166 milljónir punda en hann kom fyrst á láni í eitt tímabil áður en frönsku meistararnir gengu frá kaupunum á honum síðasta sumar.

Kylian Mbappe hefur skorað 59 mörk í 86 leikjum með  Paris Saint-Germain og hefur þegar unnið frönsku deildina tvisvar sinnum.

Á þessu tímabili er Kylian Mbappe markahæstu í frönsku deildinni með 32 mörk og 9 stoðsendingar í 28 leikjum en liðið á eftir einn leik sem fer fram á föstudaginn kemur.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.