Jafngildir því að öll börn í Kópavogi og á Akureyri hafi orðið fyrir ofbeldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:00 Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira