Fótbolti

HM í Katar verður "bara“ 32 þjóða mót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Infantino er forseti FIFA.
Infantino er forseti FIFA. vísir/getty

FIFA hefur slegið á það að HM í Katar 2022 verði 48 liða mót eins og rætt hefur verið um undanfarnar vikur og mánuði.

Fyrsta mótið sem átti að fara fram með 48 þjóðum átti að fara fram 2026 en Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði á síðasta ári að FIFA myndi mögulega flýta því um fjögur ár.

Þessi breyting hefði þýtt það að Katar hefði þurft að deila mótinu með öðru landi en eftir ítarlega skoðun var ákveðið að svo var ekki.

Það verður því fyrst 2026 sem það verður 48 liða HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.