Fótbolti

Fjölnir afgreiddi nýliðana, Þróttarar tóku þrjú stig á Ásvöllum og markalaust í Suðurnesjaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bergsveinn skoraði eitt mark í kvöld.
Bergsveinn skoraði eitt mark í kvöld. vísir/anton

Keflavík er á toppi Inkasso-deildar karla og enn taplaust eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Njarðvík í Suðurnesjaslag í kvöld.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en rúmlega 700 áhorfendur voru á leiknum. Bæði lið fengu sín færi en ekki tókst þeim að koma boltanum í netið.

Keflavík er á toppi deildarinnar með tíu stig en liðið hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Njarðvík er í fjórða sætinu með sjö stig.

Fjölnir er í öðru sætinu með níu stig eftir 3-1 sigur á nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbænum í kvöld. Bergsveinn Ólafsson kom Fjölni yfir en unglingalandsliðsmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson jafnaði.

Albert Brynjar Ingason kom Fjölni í 2-1 á 64. mínútu en þriðja markið skoraði varamaðurinn Kristófer Óskar Óskarsson, þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Afturelding er í tíunda sætinu með þrjú stig, einu stigi meira en Haukar sem sitja sæti neðar, en Haukarnir töpuðu 4-2 í markaleik gegn Þrótturum á Schenkervöllum í kvöld.

Sean De Silva kom Haukum yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins en Ágúst Leó Björnsson jafnaði á 19. mínútu. Innan við mínútu síðar skoraði Sean annað mark sitt og annað mark Hauka.

Fjörið í fyrri hálfleik var ekki lokið því mínútu síðar jafnaði Lárus Björnsson metin. Jasper Van Der Heyden kom Þrótt svo í 3-2 á 25. mínútu og fimm mörk í fyrri hluta fyrri hálfleiks.

Ótrúlegar mínútur en eina mark síðari hálfleiks skoraði Jasper. Hann skoraði þá eftir mistök í vörn Hauka en sending til baka rataði beint í fætur Jasper.

Lokatölur 4-2 og Þróttarar í sjötta sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.