Innlent

Efling fær fleiri ábendingar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá undirritun kjarasamninga.
Frá undirritun kjarasamninga. Fréttablaðið/Ernir
Félagsmenn Eflingar sem lent hafa í því að laun hafa verið lækkuð eða bónusar teknir af þeim í kjölfar undirritunar nýrra kjarasamninga eru hvattir til að láta félagið vita af slíku.

„Við höfum fengið ábendingar sem tengjast allnokkrum mismunandi vinnuveitendum. Þarna er talsverður fjöldi starfsmanna undir,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.

Fulltrúar Eflingar funda um málið með Samtökum atvinnulífsins í næstu viku. Það verður ekki gert á vettvangi ríkissáttasemjara eins og Efling vildi upphaflega.

Í byrjun vikunnar sendi Efling erindi til Samtaka atvinnulífsins vegna atvika sem félagið telur vanefndir á kjarasamningum. Var þar meðal annars vísað til aðgerða Árna Vals Sólonssonar, eiganda Capital Hotels ehf. og Hótelkeðjunnar ehf.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×