Fótbolti

Messi á sínum fyrsta blaðamannafundi í fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Getty/Juan Manuel Serrano
Lionel Messi er duglegur að koma sér í fjölmiðla en það er ekki út af yfirlýsingum hans eða fjölda viðtala við hann heldur nær eingöngu vegna ótrúlegrar frammistöðu hans inn á vellinum sjálfum.

Messi er nefnilega ekki duglegur við að veita blaðamönnum aðgengi að sér. Hann forðast viðtöl og lætur frekar verkin tala inn á vellinum.

Um helgina fer fram úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar og Lionel Messi mætir á blaðamannafundinn fyrir leikinn enda fyrirliði Barcelona liðsins.

Fólkið á B/R Football vakti athygli á því að þetta er í fyrsta sinn síðan 2015 sem argentínski snillingurinn mætir á blaðamannafund. Fjögur ár eru ansi langur tími fyrir mann eins og Messi að mæta á blaðamannafund sem er fastur liður fyrir flesta leiki Barcelona.





Barcelona vann spænsku deildina annað árið í röð á dögunum og getur um helgina unnið Konungsbikarinn fimmta árið í röð.

Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 49 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabil en þó bara tvö mörk í fjórum leikjum í spænska bikarnum.

Hér fyrir neðan má sjá Barcelona láta við af því á Twitter að Lionel Messi mæti á þennan blaðamannafund ásamt Ernesto Valverde þjálfar liðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×