Erlent

Sautján ungmenni fórust í eldsvoða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Byggingin stóð í ljósum logum.
Byggingin stóð í ljósum logum. Vísir/EPA

Minnst sautján ungmenni fórust í eldsvoða í skólabyggingu í indversku borginni Surat í dag.

BBC greinir frá því að nemendur, sem allir voru á táningsaldri, hafi fleygt sér út um glugga á húsinu sem stóð í ljósum logum. Flestir hinna látnu voru nemendur sem voru staddir í byggingunni til að fá aðstoð við heimanám.

Ekki er enn vitað um eldsupptök en haft er eftir indverskum yfirvöldum að eldurinn hafi breiðst hratt út vegna eldfims efnis í þaki byggingarinnar.

Þá voru að minnsta kosti tuttugu fluttir alvarlega slasaðir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vottaði hinum látnu og fjölskyldum þeirra samúð sína á Twitter í dag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.