Fótbolti

Tuchel framlengir við PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tuchel er ekki á förum frá Paris Saint-Germain.
Tuchel er ekki á förum frá Paris Saint-Germain. vísir/getty

Thomas Tuchel hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain til ársins 2021.

Tuchel tók við PSG fyrir tímabilið og gerði liðið að Frakklandsmeisturum.

Það var hins vegar eini titilinn sem PSG vann og sögusagnir fóru á kreik um að Tuchel yrði hugsanlega látinn fara frá félaginu eftir slakt gengi á undanförnum vikum.

PSG tapaði varla stigi fyrir áramót en gengi liðsins seinni hluta tímabils hefur verið misjafnt.

Tuchel, sem er 45 ára Þjóðverji, stýrði áður Mainz 05 og Borussia Dortmund. Hann gerði Dortmund að þýskum bikarmeisturum 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.