Mesta atvinnuleysi í fimm ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 12:40 Fall Wow air hafði sérstaklega mikil áhrif á atvinnuleysi á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Ernir Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira