Fótbolti

Ingvar og félagar fara í umspil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingvar og félagar unnu góðan sigur í lokaumferðinni.
Ingvar og félagar unnu góðan sigur í lokaumferðinni. vísir/getty

Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá Viborg sem vann 4-0 sigur á Fremad Amager í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í dag.

Viborg endaði í 2. sæti deildarinnar og mætir Hobro í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Viborg átti möguleika á deildarmeistaratitlinum fyrir lokaumferðina en þá hefði Silkeborg þurft að misstíga sig gegn Nykøbing. Það gerðist ekki og Silkeborg tryggði sér titilinn með 2-0 sigri.

Frederik Schram sat á varamannabekk Roskilde sem laut í lægra haldi fyrir Køge, 3-1, á útivelli. Roskilde endaði í 9. sæti deildarinnar.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Frederik myndi yfirgefa herbúðir Roskilde eftir tímabilið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.