Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2019 22:01 Þórir Ólafsson, bóndi í Bollakoti, ásamt Ármanni, syni sínum, í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. Bóndi í Fljótshlíð segir Sunnlendinga eiga inni núna þessa hagstæðu sumarbyrjun eftir erfitt rigningarsumar í fyrra. Sýnt var frá heyskap í Fljótshlíð í fréttum Stöðvar 2. Fjallahringurinn í Fljótshlíðinni skartaði sínu fegursta í dag. Þetta er umgjörðin sem Gunnar á Hlíðarenda fórnaði sínu lífi fyrir í Njálssögu, svo fögur þótti honum hlíðin. En á jörðinni Bollakoti var bóndi kominn út á túnin á traktornum með heyþyrluna í eftirdragi að snúa, hann var búinn að slá tólf hektara.Traktorinn á túnum Bollakots í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í fyrra var það rigningin sem plagaði sunnlenska bændur. Þá mynduðum við fyrsta bóndann í heyskap þann 14. júní. Í ár eru þeir fyrstu þremur vikum fyrr. Við höfum einnig frétt af því að í Gunnbjarnarholti í Gnúpverjahreppi hafi bændur einnig slegið á laugardag en þeir virðast hafa verið fyrstir í ár, ásamt Þóri Ólafssyni í Bollakoti, sem segir grasið gríðarleg gott, - það sé af nýrækt frá því í fyrra. „Við slógum á laugardagskvöld, byrjuðum þá. Laugardagur til lukku,“ segir Þórir. Og viðbrigðin hjá Sunnlendingum eru mikil frá síðasta sumri. „Við eigum þetta inni núna, eftir það sem skeði í fyrrasumar, - að geta byrjað snemma.“ -Hefurðu nokkurn tímann kannski byrjað svona snemma? „Nei, nei, alls ekki. Enda ekki búinn að búa lengi.“Heyinu snúið með heyþyrlunni í Fljótshlíð í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er raunar fáheyrt að bændur hefji heyskap svo snemma eins og í ár, 25. maí, þegar enn var vika eftir af maímánuði. „Það er ótrúlegt í rauninni. Enda gríðarlega hagstæð skilyrði í rauninni í vor og hingað til. Mjög hlýtt og gott." Sonurinn Ármann fékk að sitja í hjá pabba sínum en Þórir og Sigríður Þyrí kona hans reka stórt kúabú í Bollakoti ásamt foreldrum hans. -Það voru nú einhverjir búnir að spá öðru rigningarsumri sunnanlands. En sumarbyrjunin er nú ekkert svo slæm núna? „Nei. En þá verður maður líka að nýta hvern einasta sólardag, því maður býst alltaf við rigningu,“ svarar Þórir og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. Bóndi í Fljótshlíð segir Sunnlendinga eiga inni núna þessa hagstæðu sumarbyrjun eftir erfitt rigningarsumar í fyrra. Sýnt var frá heyskap í Fljótshlíð í fréttum Stöðvar 2. Fjallahringurinn í Fljótshlíðinni skartaði sínu fegursta í dag. Þetta er umgjörðin sem Gunnar á Hlíðarenda fórnaði sínu lífi fyrir í Njálssögu, svo fögur þótti honum hlíðin. En á jörðinni Bollakoti var bóndi kominn út á túnin á traktornum með heyþyrluna í eftirdragi að snúa, hann var búinn að slá tólf hektara.Traktorinn á túnum Bollakots í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í fyrra var það rigningin sem plagaði sunnlenska bændur. Þá mynduðum við fyrsta bóndann í heyskap þann 14. júní. Í ár eru þeir fyrstu þremur vikum fyrr. Við höfum einnig frétt af því að í Gunnbjarnarholti í Gnúpverjahreppi hafi bændur einnig slegið á laugardag en þeir virðast hafa verið fyrstir í ár, ásamt Þóri Ólafssyni í Bollakoti, sem segir grasið gríðarleg gott, - það sé af nýrækt frá því í fyrra. „Við slógum á laugardagskvöld, byrjuðum þá. Laugardagur til lukku,“ segir Þórir. Og viðbrigðin hjá Sunnlendingum eru mikil frá síðasta sumri. „Við eigum þetta inni núna, eftir það sem skeði í fyrrasumar, - að geta byrjað snemma.“ -Hefurðu nokkurn tímann kannski byrjað svona snemma? „Nei, nei, alls ekki. Enda ekki búinn að búa lengi.“Heyinu snúið með heyþyrlunni í Fljótshlíð í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er raunar fáheyrt að bændur hefji heyskap svo snemma eins og í ár, 25. maí, þegar enn var vika eftir af maímánuði. „Það er ótrúlegt í rauninni. Enda gríðarlega hagstæð skilyrði í rauninni í vor og hingað til. Mjög hlýtt og gott." Sonurinn Ármann fékk að sitja í hjá pabba sínum en Þórir og Sigríður Þyrí kona hans reka stórt kúabú í Bollakoti ásamt foreldrum hans. -Það voru nú einhverjir búnir að spá öðru rigningarsumri sunnanlands. En sumarbyrjunin er nú ekkert svo slæm núna? „Nei. En þá verður maður líka að nýta hvern einasta sólardag, því maður býst alltaf við rigningu,“ svarar Þórir og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Sunnlenskir bændur heyjuðu í dag en segja heyið lélegt Sunnlenskir bændur nýttu þurrkinn í dag til að heyja eftir langvarandi vætutíð í sumar. Bóndi á svæðinu man ekki eftir öðrum eins rigningum og býst við að heyið sé lélegt. 4. ágúst 2018 19:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00
Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Bóndi í Kolgrafarfirði segir heyskap ganga ömurlega vegna mikilla rigninga. Segir gamla bændur í sveitinni tala um að síðast hafi ástandið verið jafnslæmt fyrir rúmum sex áratugum. Annar varaformaður atvinnuveganefndar segir stöðuna áhy 21. júlí 2018 12:00