Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2018 12:00 Bóndi lýsir sumrinu sem einu því versta sem hann hefur lifað. Vísir/Vilhelm „Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“ Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira