Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 22:00 Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00