Á annað hundrað milljóna fylgja Speli til Vegagerðarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 10:21 Göngin voru opnuð árið 1998 Vísir/Vilhelm Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár. Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár.
Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41