Erlent

Hvirfilbyljir valda gífurlegum skaða í Ohio og Indiana

Samúel Karl Ólason skrifar
Drónamynd af íbúðahúsi í Trotwood, Ohio.
Drónamynd af íbúðahúsi í Trotwood, Ohio. AP/Doral Chenoweth III
Mikill fjöldi hvirfilbylja sem myndaðist í Ohio og Indiana í nótt ollu gífurlegum skemmdum. Minnst einn er sagður hafa látið lífið en minnst 52 hvirfilbyljir eru sagðir hafa myndast í átta ríkjum í gær. Nokkrir bæir í Ohio og Indiana urðu illa úti. Tugir heimila urðu fyrir skemmdum og tré féllu víða á vegi. Gífurlegur fjöldi heimila urðu þar að auki rafmagnslaus.

Samkvæmt AP fréttaveitunni þurfti að nota ruðningstæki víða til að ryðja vegi. Enn er verið að meta skemmdirnar og hefur fólk verið beðið um að ganga úr skugga um að í lagi sé með nágranna sína.



Umfangsmikið rafmagnsleysi hefur leitt til þess að vatnsdælur virka ekki víða og hafa íbúar ekki aðgang að helstu nauðsynjum. Íbúum í ríkjunum tveimur, sem hafa aðgang að vatni, hefur verið bent á að sjóða allt neysluvatn.

Líklegt þykir að álíka veður muni skella á í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×