Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 11:30 David Seaman niðurlútur eftir úrslitaleik Arsenal og Real Zaragoza í Evrópukeppni bikarhafa 1995. Seaman fékk á sig mark af löngu færi á lokamínútu framlengingarinnar. vísir/getty Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Þetta er sjötti úrslitaleikur Arsenal í Evrópukeppni og sagan er ekki beint hliðholl Skyttunum þegar kemur að Evrópuúrslitaleikjum. Arsenal komst í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1979-80 þar sem liðið mætti Valencia á Heysel vellinum í Brüssel. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Valencia betur, 5-4. Liam Brady og Graham Rix klúðruðu sínum spyrnum fyrir Arsenal.Leikmenn Arsenal hughreysta Graham Rix sem klúðraði víti sínu í vítakeppninni gegn Valencia í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1980.vísir/gettyArsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1993-94. Andstæðingurinn var Parma frá Ítalíu og fór úrslitaleikurinn fram á Parken í Danmörku. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Alan Smith með skoti á lofti frá vítateigslínu á 20. mínútu. Hann tryggði Skyttunum þar með eina Evróputitilinn í sögu félagsins.Alan Smith var hetja Arsenal gegn Parma í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1994.vísir/getty Arsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Skytturnar mættu þá Real Zaragoza á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain. Juan Esnáider kom Zaragoza yfir á 68. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði John Hartson fyrir Arsenal. Leikurinn var framlengdur og allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast á vítapunktinum. En á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Nayim, fyrrverandi leikmaður Tottenham, sigurmark Zaragoza með skoti af rúmlega 35 metra færi sem sveif yfir David Seaman í marki Arsenal. Árið 2000 komst Arsenal í úrslit Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið mætti Galatasary. Líkt og gegn Parma sex árum fyrr fór leikurinn fram á Parken í Kaupmannahöfn. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Galatasary vann, 4-1. Tyrkirnir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Davor Suker og Patrick Viera skutu í markrammann fyrir Arsenal. Árið 2006 komst Arsenal í fyrsta og eina sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn héldu Skytturnar hreinu í tíu leikjum í röð. Úrslitaleikurinn, sem fór fram á Stade de France, byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 18. mínútu var þýski markvörðurinn Jens Lehmann rekinn af velli fyrir brot á Samuel Eto'o. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem var rekinn út af í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir liðsmuninn komst Arsenal yfir þegar Sol Campbell skoraði með skalla á 37. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik, Skyttunum í vil. Barcelona sótti stíft í seinni hálfleik og pressan bar loks árangur á 76. mínútu þegar Eto'o jafnaði. Fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Juliano Belletti sigurmarkið. Annar varamaður, Henrik Larsson, lagði bæði mörkin upp. Lokatölur 2-1, Barcelona í vil sem vann þarna Meistaradeildina í annað sinn í sögu félagsins. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00 Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Þetta er sjötti úrslitaleikur Arsenal í Evrópukeppni og sagan er ekki beint hliðholl Skyttunum þegar kemur að Evrópuúrslitaleikjum. Arsenal komst í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1979-80 þar sem liðið mætti Valencia á Heysel vellinum í Brüssel. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Valencia betur, 5-4. Liam Brady og Graham Rix klúðruðu sínum spyrnum fyrir Arsenal.Leikmenn Arsenal hughreysta Graham Rix sem klúðraði víti sínu í vítakeppninni gegn Valencia í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1980.vísir/gettyArsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1993-94. Andstæðingurinn var Parma frá Ítalíu og fór úrslitaleikurinn fram á Parken í Danmörku. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Alan Smith með skoti á lofti frá vítateigslínu á 20. mínútu. Hann tryggði Skyttunum þar með eina Evróputitilinn í sögu félagsins.Alan Smith var hetja Arsenal gegn Parma í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1994.vísir/getty Arsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Skytturnar mættu þá Real Zaragoza á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain. Juan Esnáider kom Zaragoza yfir á 68. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði John Hartson fyrir Arsenal. Leikurinn var framlengdur og allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast á vítapunktinum. En á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Nayim, fyrrverandi leikmaður Tottenham, sigurmark Zaragoza með skoti af rúmlega 35 metra færi sem sveif yfir David Seaman í marki Arsenal. Árið 2000 komst Arsenal í úrslit Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið mætti Galatasary. Líkt og gegn Parma sex árum fyrr fór leikurinn fram á Parken í Kaupmannahöfn. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Galatasary vann, 4-1. Tyrkirnir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Davor Suker og Patrick Viera skutu í markrammann fyrir Arsenal. Árið 2006 komst Arsenal í fyrsta og eina sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn héldu Skytturnar hreinu í tíu leikjum í röð. Úrslitaleikurinn, sem fór fram á Stade de France, byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 18. mínútu var þýski markvörðurinn Jens Lehmann rekinn af velli fyrir brot á Samuel Eto'o. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem var rekinn út af í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir liðsmuninn komst Arsenal yfir þegar Sol Campbell skoraði með skalla á 37. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik, Skyttunum í vil. Barcelona sótti stíft í seinni hálfleik og pressan bar loks árangur á 76. mínútu þegar Eto'o jafnaði. Fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Juliano Belletti sigurmarkið. Annar varamaður, Henrik Larsson, lagði bæði mörkin upp. Lokatölur 2-1, Barcelona í vil sem vann þarna Meistaradeildina í annað sinn í sögu félagsins. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00 Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00
Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30