Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 06:15 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara á undirskrift ársreikning borgarinnar. Slíkt er ekki algengt en er gert þegar stjórnarmenn telja vankanta á ársreikningum. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira