Ráðgera mikinn samdrátt í losun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. maí 2019 09:00 Bílaumferð á Reykjanesbraut. Fréttablaðið/Anton brink Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira