Engin íþróttaiðkun fyrir hreyfihömluð börn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 21:00 Engin íþróttaiðkun er í boði fyrir hreyfihömluð börn sem veldur vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá þarf að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra. Þau Hilmar Lúther Davíðsson og Bergdís Ósk Vilhjálmsdóttir eru bæði með hreyfihömlunarsjúkdóminn CP. Þau voru í sérfræðihópi fatlaðra barna sem félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna settu á laggirnar í þeim tilgangi að fá ábendingar frá börnunum um það sem betur má fara þegar kemur að málaflokknum. Í tillögum hópsins, sem var skilað á dögunum, er talað um fáa kosti til íþróttaiðkunar fyrir börn og unglinga með hreyfihömlun. „Ég hef æft íþróttir mjög lengi og ég þurfti að hætta því það voru of miklar kröfur og ég hef verið að leita af einhverju fyrir hreyfihamlaða krakka en það er ekki neitt í boði,“ segir Hilmar og bætir við að lélegt aðgengi að hreyfingu og félagsskap vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá kemur fram í skýrslunni að einelti í skólum sé algengt vandamál sem ekki væri tekið nægjanlega föstum tökum. Bæði hafa þau orðið fyrir einelti og segja að málin séu ekki unnin í samstarfi við þolendur. Það þurfi að fræða starfsfólk um einelti, ekki einungis börnin. Þá kemur fram í skýrslunni að skólarnir þurfi betur að aðgengismálum fyrir fötluð börn og unglinga. „Eins og þegar ég er að fara í skólaferðir þá er eitthvað líkamlegt sem ég get ekki gert. Það heftir mann mjög mikið. Nýlega þá var skólaferð eftir samræmdu prófin og við áttum að fara á skíði og það var engin sem gat farið með mig og þá endaði með því að ég gat ekki farið og ég þurfti að læra allan daginn,“ segir Bergdís. Börn og uppeldi Heilsa Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Engin íþróttaiðkun er í boði fyrir hreyfihömluð börn sem veldur vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá þarf að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra. Þau Hilmar Lúther Davíðsson og Bergdís Ósk Vilhjálmsdóttir eru bæði með hreyfihömlunarsjúkdóminn CP. Þau voru í sérfræðihópi fatlaðra barna sem félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna settu á laggirnar í þeim tilgangi að fá ábendingar frá börnunum um það sem betur má fara þegar kemur að málaflokknum. Í tillögum hópsins, sem var skilað á dögunum, er talað um fáa kosti til íþróttaiðkunar fyrir börn og unglinga með hreyfihömlun. „Ég hef æft íþróttir mjög lengi og ég þurfti að hætta því það voru of miklar kröfur og ég hef verið að leita af einhverju fyrir hreyfihamlaða krakka en það er ekki neitt í boði,“ segir Hilmar og bætir við að lélegt aðgengi að hreyfingu og félagsskap vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá kemur fram í skýrslunni að einelti í skólum sé algengt vandamál sem ekki væri tekið nægjanlega föstum tökum. Bæði hafa þau orðið fyrir einelti og segja að málin séu ekki unnin í samstarfi við þolendur. Það þurfi að fræða starfsfólk um einelti, ekki einungis börnin. Þá kemur fram í skýrslunni að skólarnir þurfi betur að aðgengismálum fyrir fötluð börn og unglinga. „Eins og þegar ég er að fara í skólaferðir þá er eitthvað líkamlegt sem ég get ekki gert. Það heftir mann mjög mikið. Nýlega þá var skólaferð eftir samræmdu prófin og við áttum að fara á skíði og það var engin sem gat farið með mig og þá endaði með því að ég gat ekki farið og ég þurfti að læra allan daginn,“ segir Bergdís.
Börn og uppeldi Heilsa Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent