Fótbolti

Arnór spilaði allan leikinn í sigri Malmö

Dagur Lárusson skrifar
Arnór Ingvi.
Arnór Ingvi. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn í 4-1 sigri Malmö á Elfsborg í sænska boltanum í dag.

 

Fyrir leikinn var Malmö í öðru sæti deildarinnar með fjórtán stig en átti leik til góða á meðan Elfsborg var um miðja deild.

 

Seinni hlutinn af fyrri hálfleiknum var heldur athyglisverður þar sem Simon Olsson fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu og liðsmenn Elfsborg því einum færri. Það var síðan Markus Rosenberg sem kom Malmö yfir á 41. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Eflsborg mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin á 57. mínútu með marki frá Stefan Ishizaki. Sú forysta dugði þó stutt til þar sem Anders Christiansen kom Malmö yfir á nýjan leik á 61. mínútu.

 

Malmö náði síðan að bæta við tveimur mörkum á lokamínútunum og öruggur sigur því staðreynd.

 

Lokastaðan í leiknum 4-1 fyrir Malmö og spilaði Arnór allan leikinn en Malmö er nú með sautján stig á toppi deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×