Innlent

Drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann lögð fyrir nefnd í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun leggja fram drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann á fundi nefndarinnar fyrir hádegi í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun leggja fram drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann á fundi nefndarinnar fyrir hádegi í dag. FBL/stefán
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun leggja fram drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann á fundi nefndarinnar fyrir hádegi í dag.

„Þá sjáum við hvernig umræðan verður í nefndinni og það kemur bara í ljós á eftir hvort málið verði afgreitt út í dag eða ekki,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu.

Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að hægt verði að afgreiða málið út úr nefndinni undir lok fundar svarar Áslaug Arna því til að mikill stuðningur sé við málið í nefndinni. 

„Við erum búin að vinna mjög vel að málinu og höfum fengið til okkar fjölda gesta. Við höfum að mínu mati náð að svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem hafa komið upp vegna málsins. Það er mjög mikill stuðningur við málið í nefndinni þannig að ég býst við að fólk taki ágætlega í nefndarálitið en svo verður bara umræða í nefndinni á eftir og þetta kemur þá bara í ljós“.


Tengdar fréttir

Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð

Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann.

Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr

Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér.

Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað

Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×