Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:15 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira