Lífið

Hatari í úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari með geggjaðan flutning í kvöld.
Hatari með geggjaðan flutning í kvöld. mynd/eurovision/Thomas Hanses

Hatari komst í kvöld áfram í úrslit í Eurovision árið 2019 og var lagið Hatrið mun sigra eitt af þeim tíu lögum sem heyrast á laugardagskvöldið í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Þessar þjóðir eru komnar í úrslit:

Grikkland
Hvíta-Rússland
Serbía
Kýpur
Eistland
Tékkland
Ástralía
Ísland
San Marínó
Slóvenía

Hatari var 13. atriðið á svið í kvöld og heppnaðist flutningurinn mjög vel. Flutninginn má sjá neðst í fréttinni.

Íslandi hafði verið spáð áfram af öllum helstu veðbönkum og því kom niðurstaðan ekki á óvart.

Það kemur svo í ljós á föstudaginn í hvaða röð Hatari er í á laugardagskvöldið.


Tengdar fréttir

Lögin sem ógna Hatara í kvöld

Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.

Sagan á bak við fataval Andreans

Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli.

Taka níutíu mínútna hugleiðslutíma fyrir hvern flutning

"Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.