Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 11:30 Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina. Vísir/Kolbeinn Tumi Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.
Eurovision Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira