Lífið

Taka níutíu mínútna hugleiðslutíma fyrir hvern flutning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dómararennslið gekk mjög vel í gærkvöldi.
Dómararennslið gekk mjög vel í gærkvöldi. mynd/eurovision/Thomas Hanses

„Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni.

„Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan.

Hatari gerði enginn mistök á dómararennslinu í gærkvöldi og gekk flutningurinn eins og í sögu.

„Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur.

Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.

„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“

Samkvæmt veðbönkum hafnar íslenska atriðið í fjórða sæti í kvöld og því ætti atriðið að fljúga áfram. 


Tengdar fréttir

Kasólétt en komin út til að styðja Hatara

Ronja Mogensen, kærasta Klemens Hannigan, er komin út til Tel Avív til að sjá undanúrslitin í dag. Hún á að eiga annað barn þeirra eftir rúman mánuð og hlakkar til að eyða frídegi Klemens með honum.

Einsdæmi í Eurovision-sögu Íslendinga

Nú er einn sólarhringur þar til að Hatari stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Söngvarar sveitarinnar gáfu færi á viðtölum á appelsínugula dreglinum í borginni í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.