Lífið

Sagan á bak við fataval Andreans

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Andrean, lengst til hægri á mynd, þótti hitta í mark með kjólnum og háu hælunum.
Andrean, lengst til hægri á mynd, þótti hitta í mark með kjólnum og háu hælunum. Vísir/AP
Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli. Klæðnaðurinn var valinn sá besti umrætt kvöld í umfjöllun breska dagblaðsins Metro en Andrean fékk ungan hönnuð í lið með sér við fatavalið.

Hatari var áberandi á appelsínugula dreglinum á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn. Í umfjöllun Metro segir að „blætisklæðnaður“ sveitarinnar, með BDSM-ívafi, hafi sett svip sinn á hátíðina.

Andrean glæsilegur á appelsínugula dreglinum.Vísir/AP
„Uppáhalds fataval okkar var leðurkorselettið yfir netabolinn, ásamt síðu pilsi, netasokkabuxum og rauðum hælum,“ segir í umfjölluninni og er þar vísað í klæðnað Andreans.

Hönnuðurinn sem Andrean hefur unnið með að herlegheitinum heitir Aiman Dew en ekki er langt síðan þeir Andrean leiddu saman hesta sína.

„Viđ Aiman fundum hvorn annan á netinu fyrir brottför. Hann er upprennandi hönnuđur og ótrúlega hæfileikaríkur," segir Andrean.

„Kjóllinn er tákn og lýsir margvíslegri togstreitu sem hönnuđurinn hefur mátt glíma við."

Liðsmenn Hatara hafa almennt vakið töluverða athygli fyrir fataval sitt á Eurovision. Andri Hrafn Unnarson og Karen Briem, búningahönnuðir sveitarinnar, lýstu því í samtali við Fréttablaðið á dögunum að fötin sem hljómsveitarmeðlimir klæðist skipti verulegu máli fyrir Hataraboðskapinn.


Tengdar fréttir

Ísraelsk ofurfyrirsæta lofar geggjaðri útsendingu í kvöld

Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Tel Aviv í kvöld og hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Bar Refaeli, Erez Tal, Assi Azar and Lucy Ayoub verða kynnar kvöldsins, tvær konur og tveir karlar, en fjallað er um kynnana á heimasíðu keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×