Lífið

Lögin sem ógna Hatara í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Marteinn fer vel og vandlega yfir málið í Júrógarðinum í dag.
Gísli Marteinn fer vel og vandlega yfir málið í Júrógarðinum í dag.

Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.

Hatari er 13. atriðið sem fer á sviðið í riðlinum og spá veðbankar að lagið okkar sé það fjórða líklegasta til þess að fara áfram.

Gísli Marteinn Baldursson þekkir þessa keppni vel enda hefur hann lýst henni á RÚV undanfarin fjögur ár.

Hann hefur nú verið hér í Tel Aviv í yfir viku að undirbúa sig og fer í gegnum þau lög sem hann telur að geti farið áfram í kvöld, og því ógnað okkar fólki.

Gísli fer einnig yfir lögin sem eiga kannski ekki mikinn séns, þar sem gæðin eru einfaldlega ekki nægilega mikil. 

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.