Fótbolti

Þýsku landsliðskonurnar: Erum ekki með „bolta“ en kunnum að nota þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Þýskalands og Íslands í undankeppninni.
Frá leik Þýskalands og Íslands í undankeppninni. vísir/getty

Þýsku landsliðskonurnar segjast spila fyrir þjóð sem þekki ekki nöfn þeirra en ný herferð með þeim hefur vakið talsverða athygli bæði heima og erlendis.

Þýskar landsliðskonur í fótbolta sendu löndum sínum sterk skilaboð á samfélagsmiðlum í tilefni af því að lið þeirra er á leiðinni á HM 2019.

Þjóðverjar tilkynntu HM-hópinn sinn í gær en fram undan er heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í Frakklandi í sumar.

Kynning á hópnum fór fram með nýstárlegum hætti og myndband með þýsku landsliðskonunum hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum.

Þýska sjónvarpsstöðin DW Sports tók upp myndbandið en þar má sjá landsliðskonur og þýska landsliðsþjálfarann Martinu Voss-Tecklenburg.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Í myndbandinu er meðal annars setningarnar „við spilum fyrir þjóð sem þekkir ekki einu sinni nöfnin okkar og „við fengum tesett að gjöf eftir fyrsta heimsmeistaratitilinn okkar“ en Þýskaland hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í kvennaflokki.

Þær ganga svo enn lengra og segjast ekki vera með „bolta“ en viti hvernig eigi að nota þá sem kemur svolítið öðruvísi út á ensku en á íslensku.

HM kvenna í fótbolta hefst 7. júní en þýska liðið er í riðli með Kína, Spáni og Suður Kóreu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.