Fótbolti

Sjáðu æfingu hjá Barcelona með augum Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar marki með Barcelona á þessu tímabli.
Lionel Messi fagnar marki með Barcelona á þessu tímabli. Getty/Chris Brunskill

Hvernig ætli það sé að vera Lionel Messi? Sumir hafa örugglega reynt að setja sig í spor argentínska snillingsins en nú býður Barcelona upp á það að sjá æfingu hjá Barcelona liðinu með augum Lionel Messi.

Myndbandið kom inn á samfélagsmiðla Börsunga í dag en þar má sjá Lionel Messi æfa með litla og netta myndavél á höfðinu.  

Í myndbandinu má sjá Messi í kringum aðra leikmenn Barcelona eins og Luis Suarez en þar má einnig sjá Argentínumanninn, skjóta á markið, fara í reit og taka spretti. Það má einnig sjá hann heilsa upp á stuðningsmenn sem mættu á æfinguna.

Myndbandið er hér fyrir neðan.Lionel Messi hefur skorað 600 mörk fyrir Barcelona í öllum keppnum og það bara í 685 leikjum. Hann er með 48 mörk í 48 leikjum á þessari leiktíð.

Barcelona datt úr Meistaradeildinni á móti Liverpool en er þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn og getur enn orðið spænskur bikarmeistari.

Lionel Messi var á dögunum að verða spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona en hann hefur orðið meistari á Spáni 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2015, 2018 og 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.