Fótbolti

Ajax er Hollandsmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Ajax fagna einu fjögurra marka sinna í kvöld
Leikmenn Ajax fagna einu fjögurra marka sinna í kvöld vísir/getty
Ajax er hollenskur meistar í fótbolta eftir sigur á Graafschap í lokaumferðinni í kvöld.

Ajax vann öruggan sigur á útivelli þar sem Dusan Tadic gerði tvö marka Ajax í 4-1 sigri. Á sama tíma vann PSV 3-1 sigur á Heracles en það dugði ekki til, PSV þurfti að treysta á tap Ajax til þess að stela meistaratitlinum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2014 sem Ajax verður hollenskur meistari.

Íslendingaliðin Excelsior og AZ Alkmaar mættust og lauk leiknum með 4-2 sigri Excelsior.

Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir heimamenn í Excelsior en markið var hans sjöunda í 23 leikjum í deildinni í vetur.

Albert Guðmundsson spilaði rúman klukkutíma fyrir AZ. AZ var fyrir leikinn búið að tryggja sér Evrópudeildarsæti en Excelsior er á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×