Fótbolti

Ajax er Hollandsmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Ajax fagna einu fjögurra marka sinna í kvöld
Leikmenn Ajax fagna einu fjögurra marka sinna í kvöld vísir/getty

Ajax er hollenskur meistar í fótbolta eftir sigur á Graafschap í lokaumferðinni í kvöld.

Ajax vann öruggan sigur á útivelli þar sem Dusan Tadic gerði tvö marka Ajax í 4-1 sigri. Á sama tíma vann PSV 3-1 sigur á Heracles en það dugði ekki til, PSV þurfti að treysta á tap Ajax til þess að stela meistaratitlinum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2014 sem Ajax verður hollenskur meistari.

Íslendingaliðin Excelsior og AZ Alkmaar mættust og lauk leiknum með 4-2 sigri Excelsior.

Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir heimamenn í Excelsior en markið var hans sjöunda í 23 leikjum í deildinni í vetur.

Albert Guðmundsson spilaði rúman klukkutíma fyrir AZ. AZ var fyrir leikinn búið að tryggja sér Evrópudeildarsæti en Excelsior er á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.