Fótbolti

Lazio bikarmeistari á Ítalíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergej Milinkovic-Savic fagnar marki sínu
Sergej Milinkovic-Savic fagnar marki sínu vísir/getty

Lazio varð í kvöld ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Atalanta í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Eftir fjögurra ára sigurgöngu Juventus var gamla konan hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum og því ljóst að nýtt lið tæki við titlinum.

Leikurinn í kvöld var í járnum þar til langt var liðið á leiktímann, ísinn var loks brotinn á 82. mínútu þegar Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrir Lazio.

Í uppbótartíma tryggði Joaquin Correa svo sigur Lazio sem vann leikinn 2-0.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem Lazio fagnar bikarmeistaratitli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.