Enski boltinn

Zaha vill komast frá Palace

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha. vísir/getty
Hinn stórskemmtilegi Wilfried Zaha hefur tjáð forráðamönnum Crystal Palace að hann vilji yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.Ekki var tekið neitt sérstaklega vel í þessa bón Zaha enda lykilmaður hjá Palace. Zaha vill þó komast að hjá liði sem spilar í Meistaradeildinni. Hann ætlar sem sagt ekki aftur til Man. Utd.Zaha skoraði tíu mörk fyrir Palace á nýafstaðinni leiktíð og lék virkilega vel. Það ætti svo sannarlega að vera áhugi fyrir hendi hjá öðrum liðum.Hann fór til Man. Utd árið 2013 en náði sér ekki á strik þar og var sendur aftur til Palace 2015. Nú segist hann tilbúinn að spila með stóru strákunum.„Ég verð að fá að upplifa að spila í Meistaradeildinni. Gefið mér tækifærið og ég sé um afganginn,“ sagði Zaha.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.