Innlent

Miðflokkurinn bætir við sig fylgi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ásamt Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmönnum flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ásamt Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmönnum flokksins. Vísir/vilhelm
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um rúmt prósentustig frá í byrjun mánaðarins og mælist nú 21,3%. Samfylkingin mældist með 13,9% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig en fylgi Miðflokksins hækkaði um rúmlega tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu.

Þetta eru helstu niðurstöður könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna 14.-16. maí. 978 einstaklingar svöruðu könnuninn.

Stuðningur við ríkisstjórnina var nær óbreyttur frá síðustu könnun og mældist nú 40,9% en var 40,4% í síðustu mælingu.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,9% og mældist 14,1% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,2% og mældist 13,4% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,8% og mældist 9,2% í síðustu könnnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,6% og mældist 9,8% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 9,8% og mældist 13,4% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,4% og mældist 9,2% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,4% og mældist 5,1% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,2% og mældist 4,2% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,4% samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×