Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 16:30 Frá Secret Solstice í Laugardalnum. VÍSIR/Andri Marinó Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. Samningur Reykjavíkurborgar við aðstandendur hátíðarinnar var lagður fyrir í borgarráði í dag og samþykktur. Þá hefur einnig verið samið um 19 milljóna króna skuld hátíðarinnar við borgina. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir í samtali við Vísi að samningar hafi náðst og hátíðin verði haldin í Laugardalnum með gjörbreyttu sniði en fyrri ár. Tekið hafi verið mið af umsögnum og tillögum ýmissa hagsmunahópa í hverfinu. Hátíðardögum verði fækkað og skemmtanahaldi ljúki í Laugardalnum fyrir miðnætti. Þá verði engin partí í Laugardalshöll fram eftir nóttu og aðstandendur Secret Solstice og Reykjavíkurborg mini auk þess halda vel utan um öryggisatriði, forvarnir og hreinlæti í tengslum við hátíðina. „Þetta verður miklu, miklu strangari umgjörð og agaðra og betra utanumhald,“ segir Þórdís Lóa. „Það eru miklu fleiri sem vilja halda í hátíðina, en tryggja umgjörðina, en þeir sem vilja ekki að hún verði haldin.“ Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Secret Solstice skuldi Reykjavíkurborg 19 milljónir króna. Þórdís Lóa segir að í samningi hátíðarinnar við borgina sé samkomulag um þessa skuld. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að styrkur borgarinnar til Secret Solstice fari upp í skuldina og restin verði greidd á umsömdum gjalddögum. Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. Samningur Reykjavíkurborgar við aðstandendur hátíðarinnar var lagður fyrir í borgarráði í dag og samþykktur. Þá hefur einnig verið samið um 19 milljóna króna skuld hátíðarinnar við borgina. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir í samtali við Vísi að samningar hafi náðst og hátíðin verði haldin í Laugardalnum með gjörbreyttu sniði en fyrri ár. Tekið hafi verið mið af umsögnum og tillögum ýmissa hagsmunahópa í hverfinu. Hátíðardögum verði fækkað og skemmtanahaldi ljúki í Laugardalnum fyrir miðnætti. Þá verði engin partí í Laugardalshöll fram eftir nóttu og aðstandendur Secret Solstice og Reykjavíkurborg mini auk þess halda vel utan um öryggisatriði, forvarnir og hreinlæti í tengslum við hátíðina. „Þetta verður miklu, miklu strangari umgjörð og agaðra og betra utanumhald,“ segir Þórdís Lóa. „Það eru miklu fleiri sem vilja halda í hátíðina, en tryggja umgjörðina, en þeir sem vilja ekki að hún verði haldin.“ Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Secret Solstice skuldi Reykjavíkurborg 19 milljónir króna. Þórdís Lóa segir að í samningi hátíðarinnar við borgina sé samkomulag um þessa skuld. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að styrkur borgarinnar til Secret Solstice fari upp í skuldina og restin verði greidd á umsömdum gjalddögum.
Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46