Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:42 Frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30