Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira