Fótbolti

Stuðningsmenn Barca þurfa að bíða eftir Griezmann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antoine Griezmann mun ekki klæðast treyju Barcelona á næstu dögum
Antoine Griezmann mun ekki klæðast treyju Barcelona á næstu dögum vísir/getty

Antoine Griezmann verður ekki kynntur sem nýr leikmaður Barcelona á næstu dögum þrátt fyrir að Ernesto Valverde segi hann „frábærann leikmann.“

Griezmann tilkynnti forráðamönnum Atletico Madrid það á dögunum að hann yrði ekki áfram í þeirra herbúðum. Síðasta sumar var hávær umræða að hann væri á leið til Barcelona og eru Spánarmeistararnir líklegasti áfangastaður Frakkans.

Valverde, þjálfari Barcelona, sagði að félagið ætti í viðræðum við nokkur félög um nýja leikmenn en enginn þeira muni koma til félagsins fyrir úrslitaleik spænska bikarsins.

„Tímabilið er ekki búið ennþá. Þegar það er búið höfum við tíma í annað og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Valverde.

„Griezmann er frábær leikmaður og við höfum alltaf sagt það.“

Barcelona mætir Valencia í úrslitaleik spænska bikarsins eftir viku, laugardaginn 25. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.