Innlent

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Finnur segir ferðina hafa gengið hægt og rólega en í morgun hafi togvírinn á milli skipanna slitnað.
Finnur segir ferðina hafa gengið hægt og rólega en í morgun hafi togvírinn á milli skipanna slitnað. Landhelgisgæsla Íslands

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn. Nánar tiltekið kom eldurinn upp í vélarrými Sóleyjar og er togarinn búinn að búinn að vera í togi í rúma 38 tíma, þegar þetta er skrifað klukkan tvö.

Neyðarkallið barst klukkan 21:12 á föstudaginn. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflum í vélarrými Sóleyjar.

Finnur segir ferðina hafa gengið hægt og rólega en í morgun hafi togvírinn á milli skipanna slitnað. Vel hafi þó gengið að koma vírnum aftur á milli skipanna. Báðar áhafnir sýndu einkar góð vinnubrögð að mati Finns.

Skipin verða komin að landi á Akureyri á þriðja tímanum í dag. 


Tengdar fréttir

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.