Innlent

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Línu var komið á milli Múlabergs og Sóleyjar, sem hér sjást úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt.
Línu var komið á milli Múlabergs og Sóleyjar, sem hér sjást úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Mynd/Landhelgisgæslan

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem send var út klukkan 00:46. Togarinn Múlaberg og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, komu að skipinu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Línu var komið á milli skipanna og var Múlaberg enn með Sóleyju í togi á leið til lands þegar tilkynning var send út. Þá var ákveðið að fækka í áhöfn skipsins og voru tveir skipverjar hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar sem heldur áleiðis til Akureyrar. Sex eru þá eftir um borð í skipinu.

Varðskipið Týr hélt jafnframt á móti skipunum og var gert ráð fyrir að varðskipsmenn kanni ástandið um borð í rækjutogaranum.

Neyðarkallið frá Sóleyju barst klukkan 21:12 í gærkvöldi vegna elds sem var laus í vélarrúmi skipsins. Hann var slökktur en skipið varð vélarvana. Átta voru um borð í skipinu sem statt var um níutíu sjómílur norður af landinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskipið Týr, togarinn Múlaberg og björgunarsveitir voru kallaðar út auk björgunarskipsins Sigurvins frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði. Sigurvin var þó afturkallaður, samkvæmt nýjustu tilkynningu Landhelgisgæslunnar.

Frá björgunaraðgerðum í gær. Mynd/Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.