Fótbolti

Misjafnt gengi Suðurnesjamannanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá Malmö gegn Kalmar.
Arnór Ingvi lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá Malmö gegn Kalmar. vísir/getty

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö sem lagði Kalmar að velli, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Malmö er með eins stigs forskot á Häcken á toppi deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af fyrstu tíu deildarleikjum sínum.

Arnór Ingvi hefur skorað tvö mörk og lagt upp þrjú í deildinni á tímabilinu.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Waalwijk í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í hollensku úrvalsdeildinni.

Elías var tekinn af velli þegar 14 mínútur voru eftir. Mikael Neville Anderson sat allan tímann á bekknum hjá Excelsior.

Seinni leikur Excelsior og Waalwijk fer fram á miðvikudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.