Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 17:12 Íslenski hópurinn bíður eftir stigagjöfinni í Eurovision-höllinni í gærkvöldi. Þarna höfðu fánar Palestínu ekki litið dagsins ljós. Getty/Guy Prives Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42