Fótbolti

Atalanta tók stig í Tórínó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baráttan um Meistaradeildarsætin er svakaleg
Baráttan um Meistaradeildarsætin er svakaleg vísir/getty

Inter missti af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni með tapi fyrir Napólí, Atalanta náði í sterkt stig gegn Juventus.

Þrátt fyrir að Juventus hafi unnið Seria A mjög örugglega og Napólí er þægilega í öðru sæti þá er gríðarleg keppni um síðustu tvö Meistaradeildarsætin.

Atalanta og Inter eru þar bæði í baráttunni og eru jöfn að stigum eftir úrslit kvöldsins.

Josip Ilicic kom Atalanta yfir gegn Juventus í Tórínó á 33. mínútu en á 80. mínútu jafnaði Mario Mandzukic og tryggði Juventus stig í leiknum. Lokatölur 1-1.

Í Napólí kom Piotr Zielinski heimamönnum yfir strax á 16. mínútu. Á sautján mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk frá heimamönnum og vonir Inter um stig úr leiknum orðnar litlar sem engar.

Mauro Icardi gerði sárabótamark undir lokin úr vítaspyrnu, staðan 4-1 í leikslok.

Atalanta og Inter eru bæði með 66 stig, Atalanta í þriðja sætinu á innbyrðisviðureignum gegn Inter. AC Milan er í fimmta sæti með 65 stig og Roma með 63 í sjötta sæti þegar ein umferð er eftir í ítölsku deildinni. Efstu fjögur sætin gefa sæti í Meistaradeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.