Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2019 07:30 Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira