Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. maí 2019 14:06 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands ásamt lögmanni sínum. Vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent