Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Ástandið í Austur-Kongó er grafalvarlegt og illa gengur að berjast gegn þessum erfiða faraldri. Vísir/AP Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent