Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 21:16 Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00
Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30