Innlent

Mjaldrasysturnar fá endanlegan lendingardag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Litla-Grá og Litla-Hvít.
Litla-Grá og Litla-Hvít. Mynd/Sea life trust
Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít, sem flytja á frá Kína í hvalaathvarf samtakanna Sea life trust við Vestmannaeyjar, munu koma hingað til lands 19. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem send var út í dag.

Stefnt hafði verið að því að systurnar kæmu hingað til lands í apríl en flutningunum var frestað vegna veðurs og slæmra aðstæðna í Landeyjahöfn. Nú hefur hins vegar verið sæst á nýja dagsetningu en ferðalagið er langt og strangt. Flug með mjaldrana hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring og þá er síðasti leggur ferðarinnar, sigling frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja, vandasamur.

Í tilkynningu segir að samtökin hafi ætíð haft velferð mjaldrasystranna að leiðarljósi við flutningana. Unnið hafi verið að því að finna ásættanlega leið til þess að koma þeim heilum og höldnu í athvarfið í Klettsvík.

Ný dagsetning heimkomunnar hafi verið ákveðin 19. júní. Muni Litla-Grá og Litla-Hvít halda áfram undirbúningi fyrir hið flókna ferðalag þangað til.

Mjaldrasysturnar verða fluttar til Íslands í þessari Boeing 747 vél.Mynd/Sea life trust

Tengdar fréttir

Komu mjaldranna frestað vegna veðurs

Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.