Lífið

Finnst meðlimir Hatara ógnvekjandi á heillandi hátt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Söngkonan Kate Miller-Heidke, sem keppir fyrir hönd Ástralíu á stóra sviðinu í Eurovision þetta árið, kann vel að meta framlag Íslendinga í keppninni. Hún segist raunar elska það.
Söngkonan Kate Miller-Heidke, sem keppir fyrir hönd Ástralíu á stóra sviðinu í Eurovision þetta árið, kann vel að meta framlag Íslendinga í keppninni. Hún segist raunar elska það. Vísir/getty
Söngkonan Kate Miller-Heidke, sem keppir fyrir hönd Ástralíu á stóra sviðinu í Eurovision þetta árið, kann vel að meta framlag Íslendinga í keppninni. Hún segist raunar elska það.

Miller-Heidke fjallaði um Hatara í viðtali við Iceland Music News.

Hún sagðist elska alla framsetningu fjöllistahópsins og hafa unun af því að fylgjast með þeim í viðtölum.

„Ég elska að horfa á þá, líkama þeirra,“ sagði Miller-Heidke, skyndilega.

„Já, þeir heilla mig og mér býður við þeim á sama tíma,“ segir Miller-Heidke og líkti tilfinningunni við segul sem væri brenglaður og stjórnlaus.

„Mér finnst þeir ógnvekjandi á einhvern heillandi hátt“.

Innt eftir viðbrögðum um afdráttarleysi Hatara í gagnrýni sinni á stjórnvöld í Ísrael segir Miller-Heidke að það sé jákvætt. Listamönnum beri að vera óttalausir og umfram allt frjálsir til að segja sína skoðun.

Sjá nánar: Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi

„Tónlist á að rjúfa múra og vera óttalaus“.

Að hennar mati er allt í heiminum pólitískt. „Ég er enginn Eurovision-sérfræðingur en ég er nokkuð viss um að hún sé pólitísk,“ segir ástralska söngkonan um keppnina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×