Lífið

Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari hefur nú þegar vakið mikla athygli úti.
Hatari hefur nú þegar vakið mikla athygli úti. Mynd/Rúv
Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra.

Sveitin er þrettánda atriði kvöldsins eða fljótlega á eftir auglýsingahléi. Helstu veðmálasíður heims spá Hatara sjötta sæti í keppninni og er talið að Ísland verði í þriðja sæti af þeim 17 löndum sem keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Veðmálasíður telja að það séu 87 prósent líkur á því að Hatari fari áfram og komi fram á úrslitakvöldinu 18. maí í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Vísir og Stöð 2 verður með veglega umfjöllun um Eurovision úti í Tel Aviv og birtast daglegir vefþættir á Vísi tíu daga í röð á meðan keppninni stendur. 

87 % líkur á því að Hatari fari áfram.

Tengdar fréttir

Hótanir gegn Eurovision

Sam­tök her­skárra íslam­ista úr röðum Palestínu­mann hefur í til­kynningu hótað Euro­vision-söngva­keppninni að sögn Jeru­salem Post.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×